Getur verið að bændum hafi verið fækkað of mikið hér á landi ?

Las það einhvers staðar í blaði nýlega að ekki tækist að uppfylla þarfir til útflutnings varðandi skyr. Halló ,  !!! hvað er um að vera eiginlega ? Hvað eru margar jarðir bænda í eyði í landinu þar sem hægt væri að viðhafa kúabúskap ? Þarf ekki að taka stöðuna upp á nýtt ? Ef núverandi framleiðendur anna ekki framleiðsluþörfum þá hlýtur að vera forsenda til þess að fjölga þeim hinum sömu eða hvað ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Gunna, þeir sletta skyrinu sem eiga það

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.7.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ester nákvæmlega um það snýst málið að öllum líkindum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2007 kl. 01:12

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er nú ekki einfalt fyrir ungt fólk að byrja búskap, kótakaup, dýrar jarðir, skepnur og tæki.  

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.7.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það þarf náttúrulega að afnema kvótakerfi í landbúnaði líkt og í sjávarútvegi Ester, ekki hvað síst þegar svo er komið að bændur vantar til starfa til að þjóna útflutningsframleiðslu og jarðir standa auðar og ónýttar um allt land á sama tíma.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2007 kl. 01:23

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kvótakerfi í landbúnaði var sett á allt öðrum forsendum en í fiskveiðum. Þetta var sett til þess að alvöru bændur gætu ekki sett upp stærri bú og á hagkvæmari hátt. Það yrði til þess að meðalskussinn gæti ekki fengið betra verð fyrir lömbin sín. Þetta var ekki sett til að hlífa gresjum þessa lands. Þetta hefur m.a. leitt til of hás verpðs búvara til okkar almúgans - þ.e. okrað á okkur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.7.2007 kl. 01:27

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég veit nú nokk um meintar forsendur beggja kerfa Predikari, en það breytir því ekki að bæði þessi kerfi hvoru tveggja þurfa og verða að taka breytingum til bóta í nánustu framtíð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband