Laun á almennum vinnumarkaði þurfa að hækka ellegar skattar að lækka.

Ef ég þekki mitt heimalíf rétt þá munu einsöngvarar hefja raust sína fyrir áramót þess efnis að ekki séu möguleikar fyrir hendi til mikilla launahækkana vegna skerðingar þorksafla næsta fiskveiðisárs. Slíku góli mun sú er þetta ritar vísa á bug. Ef verkalýðshreyfingin stendur ekki sína pligt núna í næstu samningum hvað varðar að verja launakjör hins almenna manns á vinnumarkaði þá hefur sú hin sama endanlega týnt tilgangi sínum. Vissulega kann svo að vera að núverandi ráðamenn við stjórnvölinn spili út skattalækkunum en þá þarf slíkt að ná tilgangi sínum með raun réttu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við vitum ósköp vel að þessi söngur, Vilhjálms Egilssonar og félaga, er hjóm eitt og aðeins til þess fallinn að slá ryki í augu landsmanna.  Og ef skattalækkanir eiga að vera áfram með sama hætti og áður (fella niður hátekjuskatt, fella niður eignaskatt, lækka skatta á hagnað fyrirtækja og lækka skattprósentuna, sem lækkar mest skattana hjá hátekjufólki)´og verkalýðshreyfingin lætur ekkert í sér heyra þá er nú fokið í flest skjól.  Skyldi Samfylkingin, sem kennir sig við jöfnuð og réttlæti, láta það yfir sig ganga til að halda ráðherrastólunum?

Jóhann Elíasson, 22.7.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með Jóhann.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.7.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband