Árangursstjórnun í einu þjóðfélagi.

Það er ekki sama hve miklum fjármunum er varið í hitt og þetta samfélagssviðið ef fjármunir þeir hinir sömu skila ekki því gæðastigi þjónustu sem vera skal. Við eigum að standa okkur í því að sinna grunnþjónustu við menntun og heilbrigði í landinu , því góð grunnþjónusta er forvörn á hvoru sviði fyrir sig. Sama er að segja um svið félagsþjónustu í landinu, grunnþáttinn nægilegan mannafla að störfum þarf að hafa til staðar. Biðlistamenning er því miður og hefur verið viðtekin venja undir formerkjum þess að nægilegt fé sé ekki til staðar til að veita þjónustu hjá hinu opinbera, þótt skattgreiðendur inni fé af hendi og hafi innt fyrir þá þjónustu sem skal og skyldi vera til staðar. Hér þarf að breyta um í hugsunarhætti að mínu viti og eitthvað sem verið hefur allt of fast í kerfi voru , því miður. Tekjustofnar sveitarfélaga til þess að uppfylla sitt þjónustuhlutverk þurfa að vera í lagi og í samræmi við umfang verkefna hverju sinni. Það er nefnilega ekkert lögmál að alltaf þurfi almenningur að vera að kvarta og kveina yfir því að þjónustustofnanir standi sig ekki hér og þar í sífellu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband