Kostnaðarvitund Alþingis og ráðamanna við stjórnvölinn.

Ég hef hvatt alla til þess að skoða og ígrunda fjárlög hvers árs um leið og þau koma fyrir sjónir manna ár hvert. Jafnframt er mjög fróðlegt að skoða spár ráðuneyta milli ára um kostnað við málaflokka þar sem oftar en ekki virðist lítið eða ekki hafa verið tekið tillit til þess að landsmönnum kunni hugsanlega að fjölga og þjónusta hvers konar kosti þar af leiðandi meira milli ára. Sjaldnast er sú vitund fyrir hendi að hafa fé fyrir hendi á fjárlögum aukreitis í bráðnauðsynlega þjónustu svo sem varðar hátæknisjúkrahús í landinu, því miður og þessi sjúkrahús því að glíma við það verkefni að spara og spara og spara sem er gott og gilt í sjálfu sér sem markmið en EKKI eðlilegt þegar kemur að mannahaldi sem þarf að vera til staðar svo þjónusta skili sér sem skyldi þar sem álag á starfsmenn er spurning um gæði sem vera skulu til staðar. Sú leiðinlega aðferð að vera ár hvert að taka á uppsöfnuðum vanda hér og þar með alls konar skammti úr hnefa er aðferð sem þarf að afleggja eins og skot og er okkur sem þjóð til vansa. Skortur á yfirsýn yfir eitt stykki kerfi og kostnað þar að lútandi er alger, hvað varðar samhæfingu og skilvirkni eininga allra en þess í stað hefur verið einblýnt á stærsta póst útgjalda hátæknisjúkrahúsin sem eru þó hluti af heildinni og verkefni þeirra hafa heilmikið með skilvirkni eininga annarra allra að gera. Hver og einn einasti nýkjörinn alþingismaður ætti að fara á námskeið sérstaklega til þess að kynna sér tilkomu útgjalda til heilbrigðismála en þar er um fjárfrekasta útgaldaflokk þjóðarinnar að ræða.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband