Sálin þarf umhyggju og atlæti.

Við þurfum að næra vora sál því afskaplega margt í nútíma samfélagi gerir það að verkum að sálin verður útundan í hamagangi hinum mikla á lífsgæðahlaupabrautinni. En hvernig kynni einhver að spyrja... Mitt svar er kyrrð og aftur kyrrð því meiri kyrrðarstundir sem við getum fundið í tíma og rúmi þvi betra. Endalaust áreiti allra handa auglýsingaskrums dynur á okkur í tónum og rituðu máli á blaðsneplum sem og skjánum sem við erum með fyrir framan okkur fram og til baka árið um kring. Að hlusta á náttúruna, hjala þar sem lækur rennur eða brim gnauðar , fugla syngja, eða bara hlusta á umhverfi án hinna minnstu hljóða er eitthvað sem endurnærir. Því til viðbótar er það næring að gefa af sér og auðsýna kærleik og virðingu,  þeim er á vegi manns verða.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband