Vestmannaeyjar eiga sína eigin menningu, svo sem Þjóðhátíð.

Sökum tengsla minna við Eyjarnar þar sem amma og afi bjuggu lengst af, var ég tíður gestur í Eyjum á ungdómsárum á ferðalagi undan Eyjafjöllum, þar sem flugferðir voru á sínum tíma tvær í viku frá Skógasandi þegar Douglasinn gamli var og hét. Það voru allir svo glaðir í Eyjum og lífsgleðin draup af hverju strái. Flestir voru kenndir við kennileyti hvort sem var um dvalarstað eða vinnu að ræða þannig að þótt menn hétu sama nafni villtust menn ekki á neinum í Eyjum. Ási i Bæ frændi fram í ættir var skáld mikið og stórskemmtilegur karakter þar sem hann lét að sér kveða og löngum stjórnandi brekkukórsins á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Við því starfi tók Árni Johnssen sem viðhaldið hefur því hlutverki nú í áraraðir með sóma. Samstaða og eining Vestmanneyinga um sitt samfélag er eitthvað sem við uppi á landi mættum læra af.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband