Skattleysismörkin eru ennþá gjörsamlega út úr kú......

Við Frjálslynd höfðum hátt um hækkun skattleysismarka í kosningabaráttunni og ekki að ósekju, því hinn almenni launamaður í landinu hefur verið hlunnfarinn varðandi það atriði að mörk skatta hafa ekki haldist í hendur við verðlagsþróun í landinu. Þessi blessuð mörk hafa nú verið 90 þús í sex mánuði , þar áður 69 þúsund sagt og skrifað síðan 1995 ..............  Það er lágmarkskrafa að skattar séu sanngjarnir én það eru þeir ekki eðli máls samkvæmt þegar svo hátt hlutfall skatta leggst á svo lágar tekjur sem raun ber vitni.

Leiðréttingu takk.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist ekki vera jafn mikill áhugi hjá ráðmönnum að lækka skattana á lágtekjufólk eins og að lækka skattana hjá hátekjufólki.  Skildi það hafa eitthvað með það að gera að hin svokallaða verkalýðshreyfing er svo máttlaus og lætur allt yfir sig ganga?  Ég fór aðeins yfir þann þátt, sem hefur mest áhrif á skattleysismörkin, en það er persónuafslátturinn.  Ég miðaði við árið 1996 í útreikningum mínum en það ár var persónuafslátturinn 294.578 kr á ári eða 24.548 kr á mánuði. Árið 2007 er persónuafslátturinn 385.800 kr á ári eða 32.150 kr á mánuði.  1 janúar 1996 var neysluvísitalan 174,9 stig en 1 janúar 2007 var neysluvísitalan 266,9 stig sem þýðir að ef persónuafslátturinn hefði fylgt vísitölunni ætti hann að vera 449.530 kr á ári eða 37.461 kr á mánuði.  Það þarf ekki hagfræðing til að reikna þetta út en það væri ekki verra að hagræðingur færi yfir þessa útreikninga mína. 

Jóhann Elíasson, 20.7.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já takk fyrir þessar tölur Jóhann. Þetta er hróplegt andvaraleysi að hér skuli ekkert hafa verið að gert.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.7.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband