Nú á að friða stóru þorskana í hafinu í stað þess að grisja stofninn og byggja upp.

Það er alveg stórmerkilegt rannsóknarefni að menn skuli allt í einu komast að því eftir tuttugu ára tímabil kvótakerfis í sjávarútvegi að ekki sé verið að byggja þorskstofninn upp " einhverra hluta vegna " . Aðferðafræðin þ.e kvótakerfið sjálft , fiskiskipastóllinn, gerð veiðarfæra, magn og álag .... ekkert af þessu virðist koma inn í það mat sem lagt er til grundvallar við ákvörðun um þróun mála, heldur einungis talning seiða í togararalli og aflatölur um landaðan afla. Það er vitað mál að loðnuveiðar hafa verið of miklar og fiskurinn ekki haft æti sem skyldi, en þá er að minnka loðnuveiðar ekki friða þorskinnn rígfullorðinn , svangan í sjónum. Álíka vitlaust og að reyna að plaffa niður máva á þurru landi með byssum sem einnig líða ætisskort í lifkeðjunni , hugsanlega vegna þess að sandsílið er horfið út af kvótakerfinu og hamagangi við dragnótaveiðar upp að sttröndum og fjörðum við landið. Vísindi hvers konar eiga ekki að marsera gagnrýnislaust áfram, þar þurfa stjórnmálamenn að standa sig og gagnrýna.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband