Starfssemi lífeyrissjóða í landinu og skipan í stjórnir þeirra, á kanski að fara að endurskoða eitthvað í því sambandi ?

Hvers vegna í ósköpunum varð  tilkoma hlutabréfamarkaðar hér á landi ekki til þess að lög um lífeyrissjóði væru endurskoðuð með tilliti til hlutverks verkalýðsfélaga við skipan í stjórnir sjóða þessara ? Er eitthvað eðlilegt við það að verkalýðsfélög í landinu séu óbeint þáttakendur í fyrirtækjarekstri hér og þar með fjárfestingum í atvinnulífinu ? Hvað verður um hlutverk félaganna hvað varðar hagsmuni þeirra hinna sömu varðandi kjör sinna launþega við vinnu í fyrirtækjum sem sjóðirnir hafa ef til vill fjárfest í ? Hafa launahækkanir til handa láglaunafólki á vinnumarkaði ekki farið niður úr öllu valdi eftir að sjóðir þessir hófu fjárfestinar sem slíkar ? Ég tel að svo sé og mjög fróðlegt verður að vita hvort hið háa Alþingi verður þess umkomið að fara að skoða það lagaumhverfi sem gildir hér á landi í þessu efni og er afar óeðlilegt að mínu viti.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband