Hvaða stóriðju þarf að ræða um ?

Endalaust nöldur um álver og orkufyrirtæki sem upphaf og endi alls hins versta er farið að fara í mínar fínu taugar. Við Íslendingar erum ekki að keyra hér rafmagnsframleiðslu af öðru en vatni og jarðhita enn sem komið er. Auðvitað eigum við ekkert að gefa afrakstur af þeirri hinni sömu orku til handa framleiðslu á áli en eigi að síður þurfum við að vega og meta í atvinnulegu tilliti afkömu þjóðarinnar og þegnanna í því sambandi ásamt því að fara að skilyrðum alþjóðasamfélags um mengun hvers konar í þvi sambandi. Mér finnst sérkennilegt hve svokallaðir umhverfsisinnar hér á landi hafa alveg komið sér hjá því að horfa á matvælaframleiðsluna í landinu hvað varðar skoðun á stóriðju hvers konar s.s landbúnað í landinu svo og fiskveiðar á hafi úti. Kemur sá tími að það atriði lúti umhugsun ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband