Börnin læra það sem fyrir þeim er haft segir máltækið.

Hversu mikil siðvæðing skyldi fara fram innan veggja heimila nú orðið þegar báðir foreldrar eru ofurseldir vinnuþáttöku frá því börn eru innan við eins árs gömul ? Tími foreldra með börnum í frumbernsku hefur áhrif á allt sem á eftir kemur varðandi það atriði að mynda tilfinningatengsl sem aftur hefur með það að gera hversu vel börnin taka mark á foreldrum sínum. Vandi hvers foreldris er að finna þau mörk sem gilda skulu um athafnir allar og það atriði að standa fast á því að mörkin og sá rammi sem er mótaður haldist. Hittist fjölskyldan á matmálstímum eða eru fjölskyldumeðlimir að matast hver og einn fyrir sig á mismunandi tímum sitt á hvað ? Við lifum á tímum gnóttar af fjölbreytileika og hæfileikinn til þess að velja og hafna er ekki meðfæddur hann þarf að rækta. Börn reyna að ganga eins langt og þau geta og hve langt þau komast hefur nokkuð með eftirleikinn að gera í öllum hlutum. Ofgnótt valkosta veldur ringulreið og ágætt að hafa þá tvo ekki fleiri í sem flestu sem aftur kennir að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband