Er utanríkisráðherra að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs ?

Utanríkisráðherra hefur verið á ferðalögum liggur við frá því embættistaka fór fram ef ég hef tekið rétt eftir. Nú um stundir er Ingibjörg Sólrún stödd í Ísrael að sögn ruv til að kynna sér aðstæður vegna framboðs Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Vonandi skila þessi ferðalög einhverju jákvæðu fyrir land og þjóð svo ekki sé minnst á það atriði ef utanríkisráðherra gæti haft áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að hún ætlaði bara að tala við Palestínumenn... Gott mál að hún tali við báða aðila, sjái heildarmyndina. Finnst allt of margir leika þann leik að styðja aðra hvora þjóðina og þá vera á móti hinni, bæði almenningur og pólitíkusar. Slíkt ýtir bara undir vandamálið.

Maður veit alveg að Bush eða Blair munu ekki koma á friði á þessu svæði, en sama má segja t.d. um Íransforseta. Það þarf hlutlausa aðila sem sjá heildarmyndina og vilja betri framtíð fyrir báðar þjóðirnar.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 02:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu skilar þessi ferð hennar ekki neinu, eins og annað sem hún hefur gert.

Jóhann Elíasson, 17.7.2007 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband