Ræktum mannlegra samfélag.

Kærleikur og umburðarlyndi eru hlutir sem gefa þarf rými í vorum mannlegu athöfnum, því hvorugt fæst keypt á markaði. Ef við verðmetum lífið svo að efnisleg gæði séu umfram mannlegt eðli, þá kann svo að fara að við höfum sjaldnast tíma til þess að sinna hinum mannlega þætti því svo mikið er að gera við að safna hinum efnislegu gæðum allra handa. Í upphafi skyldi endir skoða og börnin eru framtíðin og þeirra skyldi vera tími og rými , lærdóms, samveru og ræktunar á mannlegum kærleika sem byggir traust og tilfinningabönd og gefur möguleika á því að við foreldrar getum rammað inn rétt og rangt , gott og vont sem vísdómsbrunn sem mark er á takandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður og þarfur pistill. Kannski fólk staldri aðeins við í lífsgæðakapphlaupinu og hugsi sinn gang?

Jóhann Elíasson, 16.7.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband