Lögum samkvæmt eiga ófatlaðir og fatlaðir að eiga kost á sömu skólagöngu.

Í sömu skóla. Þannig er laganna hljóðan. Þetta er hins vegar ekki svona í framkvæmd sinni, alls staðar því miður, og nýlegt dæmi um neitun stofnunnar á því að taka inn barn sem er einhverft hefur verið dregið fram í dagsljósið. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þeir aðilar sem standa eiga skil á þjónustu þessari komi fram með skýringar um hvers vegna þjónusta þessi er ekki fyrir hendi. Sé setning þessa ákvæðis í lög hér á landi þ.e að fatlaðir og ófatlaðir skuli eiga kost á sömu skólagöngu einungis orðanna hljóðan án framkvæmda þá hlýtur að þurfa að laga lögin að framkvæmdinni ellegar framkvæmdina að lögunum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband