Að njóta sanngirni í skattöku.

Það er og hlýtur að vera krafa borgaranna að skattkerfið sé þannig útbúið að einstaklingar njóti sanngirni til jafns við fyrirtæki og láglaunamenn til jafns við hálaunamenn. Mörk þess að hefja töku skatta af launum hafa illa eða ekki verið ígrunduð hér á landi í áratug eða svo og hækkun skattleysismarka úr tæpum sjötíu þúsund krónum í níutíu þúsund um síðustu áramót hefði þurft að koma til áratug fyrr. Aftenging skattleysismarka við verðlagsþróun er einhver sú vitlausasta aðgerð sem eitt stykki rikisstjórn í einu samfélagi getur staðið að einkum og sér í lagi samfélagi sem viðkomandi stjórnvöld þykjast vera að móta í átt til frelsis einstaklinga. Enn furðulegra má telja að verkalýðshreyfing þessa lands skuli hafa látið það yfir sig ganga heilan áratug að slíkar ráðstafanir væru við lýði í skattamálum. Getur það verið að hinn nýtilkomni hlutabréfamarkaður og skattfrelsi fyrirtækja til dæmis í sjávarútvegi sem höfðu víst verið skattlaus í áratug hafi orsakað þessa ofurskattheimtu á launamanninn á hinum almenna vinnumarkaði ? Ef svo kynni að vera að þar væri ástæðu að finna, af hverju í ósköpunum var skattalagaumhverfi fyrirtækja ekki breytt á öllum þessum tíma ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband