Hver er ég.....?

Svona til að sleppa við klukktilstand þá er það mikið meira en sjálfsagt að gera grein fyrir sjálfum sér lítillega með nokkrum orðum. Ég er bóndadóttir úr sveit, sem fór að vinna að loknu Landsprófi í Skógaskóla en frekara nám inniheldur 43 einingar á uppeldissviði ásamt námi í skóla lífsins, sem er fyrir hendi hvern dag. Ég er miklu duglegri að leggja öðrum lífsreglur en að fara eftir þeim sjálf svo sem hvað varðar hollustu og hreyfingu til dæmis og vaki fram á miðjar nætur til að nöldra um stjórnmál þótt flestir aðrir séu farnir að sofa í þeim hugðarefnum. Mitt helsta áhugamál á upp aldur var fótbolti og aftur fótbolti ásamt leiklist sem skólastjórinn minn elskulegi var svo duglegur að rækta ár hver hjá okkur krökkunum í sveitinni. Ég eignaðist mann æskuástina , skildi við hann, eignaðist annan , missti hann yfir móðuna miklu en við eignuðumst dreng saman. Áhugamál mín í dag eru stjórnmál í víðum skilningi og réttlæti til handa þegnum þessa lands til sjávar og sveita en þar er verkefni sem þarfnast krafta þeirra er þar vilja taka þátt í að móta sitt samfélag og umhverfi til framtíðar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Flott hjá þér að gera þetta svona.

Vantar samt aðeins sandala eða hefur þú ekki gert neina. 

Halla Rut , 13.7.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband