Sjávarútvegsráðherra nefndi breytingar á kvótakerfinu, hvenær koma þær ?

Ég tel mig hafa tekið rétt eftir orðum ráðherra varðandi niðurskurð þorskaflaheimilda sem ákveðin var og tilkynnt, þar sem einnig kom fram að breytingar yrðu gerðar á kerfinu. Hvenær skyldi standa til að kynna þær breytingar og í hverju eru þær fólgnar ? Eru stjórnarflokkarnir samstiga um slíkt ? Ég býst við því að fólk um landið allt bíði í ofvæni eftir því hvernig og hvaða breytingar stjórnarherrar hyggjast gera á því kerfi sem við lýði er og varðar afkomu byggða allt í kring um landið. Ætla menn að gera krókaveiðar frjálsar og taka það út úr kerfinu, en núverandi iðnaðarráðherra afrekaði það að rita eina grein um slíkt fyrir kosningarnar 2003 ef ég man rétt og kanski er hann sömu skoðunar ennþá. Hver veit ? Stjórnarflokkar þurfa að sýna fram á eitthvað annað en vegagerð sem nú þegar hefur verið ákveðin og ætti fyrir löngu að hafa verið tilkomin í raun.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður sjálfsagt sett í einhverja nefnd sem skilar aldrei niðurstöðu og allir sáttir við það. Og síðan verður eitthvað andskotans sjónarspil sett upp korter fyrir næstu kosningar.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.7.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Enginn jefði getað orðað þetta betur Hallgrímur.  Ef ég ætti að gefa þessu einkunn hefðirðu fengið hálf ellefu.

Jóhann Elíasson, 14.7.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband