Úrræðaleysi í lögboðinni opinberri þjónustu.

Sparnaður , sparnaður , sparnaður er hvarvetna kjörorðið á borðum í hinni opinberu þjónustu svo mjög að sá hinn sami sparnaður hefur nú þegar bitið í skottið á sér, inni á öldrunarstofnunum á barnaheimilium á sjúkrahúsum í skólum og leikskólum. Það er meiriháttar mál að manna þessar stofnanir til þess að þær hinar sömu uppfylli lágmarkshlutverk sitt um þjónustu, ég endurtek lágmarkshlutverk. Líkt og það hið sama hlutverk sé ekki sífellt verkefni á hverjum tíma sem sinna þarf af alúð og án þess að starfssemi hvers konar þurfi að vera í járnum alla daga árið um kring , vegna málamyndatilrauna til sparnaðar í mannahaldi stofnanna per starfsmenn að störfum og fjölda stöðugilda í því sambandi. Núverandi stjórnvöldum í landinu væri nær að fara að eygja innihald í stað umbúða í þessu efni og aðgæta byggingar utan um starfssemi sem slíka svo ekki sé minnst á kostnað aðfanga í stað þess að spara í mannahaldi við aðhlynningu að hinum mannlega þætti sem þarf að sinna á hverjum tíma fyrir skattfé það sem borgarar hafa nú þegar innt af hendi til þess hins sama. Lögboðið þjónustuhlutverk stofnanna þarf að standast lágmarksgæðastaðla sem slíka alltaf alls staðar.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband