Markaðslandslagið á Íslandi, eftir lögleiðingu kvótaframsals.

" Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina " sagði Búkolla við strákinn í Búkollusögunni en hverjum hefði dottið það í hug að þjóðþingi Íslendinga dytti einhvern tímann í hug að gera óveiddan þorsk úr sjó að umsýslubraskvöru í 300 þúsund manna samfélagi á norðurhjara veraldar ? Braskvöru þar sem menn gátu og hafa getað grætt á því að selja sig út úr atvinnugreininni. Þótt fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða kveði á um það atriði að úthlutun aflaheimilda/kvóta myndi ALDREI eignarrétt og íslensku fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Sjónarspil Framsóknarmanna rétt fyrir lok þings fyrir síðustu kosningar um setningu sameignarákvæðis í stjórnarskrá í þessu efni verður lengi í minnum haft og stórmerkilegur dans samstarfsflokksins kring um þetta sjónarspil var einkar athyglisverður. Svona álíka lélegri uppfærslu á Skugga- Sveini.  Raunin er sú að hið háa Alþingi sem varð þess valdandi að lögleiða fyrirkomulag þess efnis að gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru sá ekki fyrir afleiðingar þess hins sama fyrirkomulags fyrir byggðir Íslands, nema síður sé hvað þá þróun efnahagsmála í einu landi eftir þessa aðgerð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband