Samfélagið þarf að leggja ofurkapp á að koma börnum út úr fíkniefnaneyslu.

Þeir einstaklingar sem leiðast út í fíkniefnaneyslu á unglingsárum , þá hina sömu þarf með öllum ráðum að leiða brott af þessari braut. Þar þarf öflugt meðferðarstarf , öflugra en er til staðar í voru þjóðfélagi í dag. Ég lít svo á að við sýnum of mikla linkind í þessum málum að hluta til varðandi það atriði að setja ekki á fót lokuð meðferðarúrræði fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri. Ég endurtek lokuð. Slíkar lokaðar stofnanir kosta fjármuni og fagaðila að störfum en þeir fjármunir skila sér til baka. Það er sýnilegt dag hvern að fíkniefnaneysla sligar þjóðfélagið í öllum sínum ógeðslegu myndum, rán , ofsaakstur, og alls konar vandmál er sliga fjölskyldur sem glíma við vandann heima fyrir. Okkur miðar hægt og illa í þessum efnum meðan við höfum einungis meðferðarúrræði þar sem börn geta samþykkt að fara inn í meðferð og út úr henni sama daginn, þess vegna og sagan endurtekið sig með mánaða eða ára millibili. Börn undir 18 ára aldri.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband