Lögreglan er mun sýnilegri en oft áður.

Það er afskaplega ánægjuleg staðreynd að nú mætir maður lögreglu venjulega með vissu millibili á vegunum utan höfuðborgarinnar við umferðareftirlit. Ég fer ekki ofan af því að þetta hefur hvorutveggja dregið úr hraðakstri og minnkað ónauðsynlegan framúrakstur almennt. Eina sem mér finnst vanta er oft nauðsynlegt bil milli bíla ekki hvað síst þegar hægfara farartæki með hjólahús í eftirdragi eru á ferð sem þarf að fara framúr þá þarf bilið að vera til staðar svo ekki myndist bílalestir. Lögreglan fær hrós frá mér fyrir sýnileika um þessar mundir.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband