Ísland getur fullunnið matvæli ,og flutt út ,í mun ríkara mæli.

Hafandi gegnum tíðina haft sæmilega yfirsýn yfir matvælaframleiðslu vora í landbúnaði þá verður að segjast eins og er að við Íslendingar erum fullburða þjóð hvað þekkingu varðar um að fullvinna afurðir úr mjólk og kjöti. Við áföll í sjávarútvegi eigum við að vinna að því að efla markaðsstarf á erlendri grundu til þess að auka landbúnað og nýta þau landgæði sem eru til staðar í landinu til þess hins arna hvarvetna. Við eigum nefnilega ónytjað ræktað land í massavís um land allt vegna niðurskurðar í landbúnaði til aðlögunar að innanlandsframleiðslu undanfarna áratugi. Ég efa það ekki að við finnum mannafla til þess að takast á við störf í landbúnaði svo fremi að þess finnist forsendur tekjuöflunar til handa landi og þjóð. Það markmið að byggja landið allt að nýju er og ætti að vera upphaf skoðunar manna á þessum þætti , fyrr en síðar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband