Til hamingju Ólafur, gott mál að sýna gott fordæmi.

Mér fannst hins vegar vanta upplýsingar um það hve oft og hve mikið þarf að hlaða eða endurnýja rafgeymana til þess að nota þá sem og hvað mikið rafmagn þarf til þess og hvað mikinn tíma ? Kaupa tímalausir Íslendingar ekki bara bensín á bílinn og láta rafgeymana ónotaða ? Eigi að síður gott mál að sýna gott fordæmi.

kv.gmaria.


mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott fordæmi, En aðeins fyrir þá efnameiri eins og er , því miður .

jónas (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 00:35

2 identicon

Við efnaminni getum keypt okkur smábíla sem eyða litlu.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 02:39

3 Smámynd: Jóhann

Þessi bíll framleiðir sitt rafmagn sjálfur með bensínvélinni, og þarf því aldrei að hlaða, raunar er það ekki hægt án breytinga á bílnum.

 Rafmagnið er notað á lágum hraða og til að auka kraft þegar þörf er á því. Bíllinn eyðir ekkert sérstaklega litlu, 11 á hundraðið, en Lexus hefur ákveðið að fara þá leið að nota rafmagnið til að draga úr mengun þegar bíllinn keyrir hægt og auka aflið. Þetta eru jú lúxusbílar.

Rafgeymarnir eiga að endast um 8 ár.

Jóhann, 7.7.2007 kl. 09:19

4 Smámynd: Jóhann

Kannski ég bæti því við að hann eyðir litlu miðað við þyngd og afl.

Jóhann, 7.7.2007 kl. 09:45

5 identicon

Ég sé bara ekki hvaða hrós maðurinn á skilið fyrir að velja sér afturhjóladrifna risa corollu með ógeðslega mikið af mengandi rafgeymum?

Hann ku eyða circa 10 lítrum á þjóðvega akstri. Það er örlítið minna en Mercedes Benz S500 bíll eyðir, (11-12 á hundraðið).

Þessi risa corolla er síðan allt annað en umhverfisvæn í framleiðslu, svo að ég tali nú ekki um þegar kemur að því að henda henni á haugana.

Heimir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband