Kvótastýring fiskveiða við Ísland hefur mistekist, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra í dag þess efnis að skera niður aflaheimildir í þorski á Íslandsmiðum sem nemur 60. þús tonnum þýðir það eitt að þetta kerfi hefur ekki virkað við uppbyggingu stofnsins hér við land. Kerfið er og hefur verið á ábyrgð sitjandi stjórnvalda í landinu undir þeim formerkjum að vera landi og þjóð til góða frá árinu 1984 með kvótasetningu og síðari breytingum 1992 er framsal og leiga aflaheimilda var gerð leyfileg. Framsalsheimildin sem ég hefi oft kallað mestu mistök stjórnmálamanna alla síðustu öld , hefur valdið byggðabúsifjum og röskun landið þvert og endilangt frá því lögleitt var. Sífelldri óvissu íbúa um atvinnuástand þar sem viðkomandi höfðu engin áhrif á ákvarðanatöku þar að lútandi, slíkt var og er í höndum handhafa aflaheimilda hverju sinni, ekki íbúa er starfa við greinina. Að síðustu hefur öllum smábátaflotanum verið troðið í kvótasetningu sem einungis hefur leitt til hningnunar og minnkunnar hlutfalls þeirra er þá tegund útgerðar stunda í landinu. Innleiðing leiguliða í sjávarútvegi er afturhvarf aðferða mannsins um eina öld eða svo þegar stéttskipting ríkti og hinir ríku höfðu hina fátæku sem leiguliða af landgæðum þá. Það þarf því ekki að teljast skringilegt að stórútgerðarmenn dagsins í dag hafi verið kallaðir " lénsherrar " í þessu sambandi. Gallinn er hins vegar sá að bankakerfið dansaði með vitleysunni og hóf veðtöku í óveiddum fiski úr sjó. Fiski sem nú er EKKI til staðar í hafinu kring um landið. Ef til vill hefur eitthvað skort á mati á óvissuþáttunum hjá bönkunum blessuðum í þessu efni gæti ég trúað, en trúgirni manna á óumbreytanlegan stöðugleika og ágæti eins stykkis kerfis hefur verið með ólíkindum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband