" Skraddarasaumaðar byggðaaðgerðir. " í kjölfar mistaka við uppbyggingu þorksstofnsins.

Fjármálaráðherra lét þess getið í dag að vandinn væri sá að það þyrfti að " skraddarasauma byggðaaðgerðir " í kjölfar niðurskurðar í þorskafla næsta árs. Hver verður skraddarinn í þeim efnum og hvernig kemur slíkt til með að líta út á landsvísu ? Það verður vægast sagt mjög fróðlegt að fylgjast með en vonandi er að sjávarbyggðirnar um land allt megi ekki þurfa að taka því að sá hinn sami skraddarasaumur verði álíka " nýju fötum keisarans " þegar upp er staðið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er fáránlegt að hlusta á þetta allt saman. Taka lífsbjörgina af fólkinu og skaffa þeim sem endilega vilja heima sitja einhvers konar ríkisstyrkta atvinnubótavinnu. Annars að flytja á mölina.

Þetta er niðurlægjandi fyrir fólk sem hefur verið sjálfbjarga en þarf núna að treysta á "skraddarann". Furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera þessi ríkisafskiptaflokkur. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.7.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er alveg rétt Gunnar en menn hafa neitað hingað til að hlusta á nokkur einustu varnaðarorð í þessu efni í að minnsta kosti áratug ef ekki lengur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.7.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband