Álver eða ekki álver afar einangruð umhverfisumræða ?

Það er með ólíkindum hve meintir umhverfissinnar hafa einangrað umræðu um umhverfismál hér á landi, og má í því sambandi benda á umhverfi sem ekki er sýnilegt , lífríki hafsins kring um landið sem ekki hefur náð augum umhverfis " sinna " sem heitið geti , þótt þjóðin lifi á þorski og útflutningi hans. Vegna þess hve mjög umræða um umhverfismál hefur dagað uppi á þurru landi , koma menn sitt úr hvorri áttinni varðandi það atriði að vega og meta upplýsingar um stórkostlegan niðurskurð á veiðiheimildum á þorski úr hafinu kring um landið sem hefur all mikið með þjóðarhag að gera. ER hálendi Íslands mikilvægara en lífríkið í hafinu kring um landið, með fyllstu virðingu fyrir því fyrrnefnda ? Venjan er sú að þegar " stórt " er spurt verður lítið um svör.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband