Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa áður fært þau tíðindi sem koma fram í Mogganum.

Í langan tíma hafa þingmenn okkar Frjálslyndra hafið hátt á loft umræðu um kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi  og  byggðaþróun, ekki hvað síst formaður flokksins Guðjón Arnar Kristjansson sem er þingmaður í Vestfirðingakjördæmi og hans stýrimenn og hásetar á hverjum tíma. Það hefur ekki dugað til , varðandi það atriði að menn hyggðu að þessu kerfi enn sem komið er fyrr en allt í einu að menn þykjast vakna upp við vondan draum og sjá að þorksstofninn hefur ekkert verið að byggjast upp hér við land samkvæmt skipulaginu og útreikningunum sem notaðir eru og nýttir við aðferðafræðina. Andstæðingar innan annarra flokka í stjórnmálum hafa talið að Frjálslyndi flokkurinn einangraði sig við eitt mál en hvað segja menn nú þegar svo er komið að hugsanlega þarf þjóðarbúið að taka skell af skipulaginu sem verið hefur í gildi. Hvar er ábyrgð annarra stjórnmálaflokka í því sambandi varðandi vitund um fiskveiðistjórnun við Ísland innan hins háa Alþingis ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sannaðu til það ber enginn ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Það er venjan, en þegar kemur að hlutum einsog að ákveða laun stendur ekki á stóru orðunum. Allt réttlætt vegna gríðarlegrar ábyrgðar, og eitthvað helvítis kjaftæði um að launin verði að vera góð til þess að hæfir einstaklingar sækist eftir þessari vinnu. Þvílíkt þvaður. Það á að árangurstengja laun ráðherrana, þá fyrst er einhver von til þess að þeir vinni að einhverju viti. Þannig breytast stólarnir úr því að vera eitthvað aumkunarvert stöðu og snobb tákn, yfir í ábyrgðar full embætti sem krefjast vandaðra vinnu og ákvarðanaröku.

kv.Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 1.7.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er fátt um ný tíðindi í greinargerð Agnesar Braga fyrir fólk sem hefur fylgst með þessum málum undanfarin ár. Sjálfsagt holl og góð lesning fyrir hina. Hagræðingin mun falla í skaut einhverjum öðrum en hinum vinnandi stéttum. Ábyrgðin er kannski fólgin í því að "réttir" aðilar njóti ávaxta hagræðingarinnar.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.7.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég er ansi hrædd um að " hagræðingin " hafi ekki tekið það með í reikninginn að ekki tækist að byggja þorskstofninn upp, samkvæmt tölfræðinni, þótt slíkt hefði mátt sjá fyrir við skoðun fyrir nokkuð mörgum árum síðan.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.7.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband