Múgæsingarstand okkar Íslendinga.

Við erum alveg ótrúleg þjóð Íslendingar. Meðan við látum yfir okkur ganga alls konar óréttlæti þegjandi og hljóðalaust, þá söfnumst við saman við í alls konar tilgangslitlum tilefnum með einhvers konar sýndarmennsku að leiðarljósi. Ef til vill er það tvískinnungshátturinn sem einkennir all nokkuð svo mjög margt í þjóðlífinu sem hefur sínar birtingamyndir. Fjölmiðlarnir gætu sjálfsagt gengið með og fólk fram af björgunum nú orðið ef því er að skipta, einungis með nógu mikilli umfjöllun því við Íslendingar erum svo forvitin þjóð sem megum aldrei missa af neinu sem fréttnæmt má teljast, hvort sem það varðar hunda eða menn. Ég ákvað að sitja á mínum stóra í gærkveldi varðandi það að hneykslast ekki yfir minningarathöfnum um hund og tel það einkenna umburðarlyndi af minni hálfu en sé svo að fleiri en ég hafa talið það sérstakt.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband