Hluti Íslendinga hefur ekki efni á þaki yfir höfuðið.
Föstudagur, 29. júní 2007
Það er gjá milli hópa í íslensku samfélagi sem hefur ýmsar birtingamyndir. Ákveðin hluti fólks í láglaunastéttum hefur litla sem enga möguleika til þess að koma sér í eignahúsnæði eins og staðan er í dag. Það kom nefnilega ekkert í staðinn fyrir hið gamla verkamannakerfi sem til staðar var og gerði ákveðnum hópum kleift að brúa bil til húsnæðiskaupa. Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði aukast og sveitarfélög hafa illa eða ekki undan að sinna þeim hinum sömu biðlistum á fjölmennari svæðum á landinu. Oftar en ekki er um að ræða fullvinnandi fólk á vinnumarkaði sem hefur það litlar tekjur á ársgrundvelli sem einstaklingar að fyrirsjáanlega er ekki fyrir hendi möguleikar á umbreytingum hvað varðar tekjulega stöðu. Vissulega má í því sambandi spyrja um hvers vegna laun á vinnumarkaði eru með því móti að fólk getur ekki lagt til hliðar til húsnæðiskaupa ellegar með jafnstöðu til greiðslu af lántökum til kaupa á húsnæði í stað leigu á almennum leigumarkaði. Hér hefur skapast gjá sem þarf og verður að brúa í voru samfélagi og gengur þetta ástand jafnt gegnum kynslóðirnar, að mínu viti því aldraðir eru einnig í sömu stöðu varðandi kaup á þjónustuíbúðum á efri árum , og ungt fólk við að koma sér í fyrsta skipti þaki yfir höfuðið. Mál sem þarf að taka taki til úrlausna fyrr en síðar.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.