Hin vísindalega ráðgjöf í fiskveiðum hefur ekki staðist, því miður.

" Forsendur málanna, fljúga til hæða, orðin um markmið og tilgang þau flæða, hver er svo árangur eftir allt þetta ? Jú menn þurfi bókunum betur að fletta. " Hafrannsóknarstofnun hér á landi hefur verið fjársvelt í mörg herrans ár og rannsóknir á lífríki sjávar í  litlu samræmi við tilvist okkar sem fiskveiðiþjóðar með okkar aðalútflutning sem slíkan lengst af. Má í því sambandi benda á að fyrrum starfsmaður Hafró Guðrún Marteinsdóttir hefur nýlega rannsakað og fært sönnur á það atriði að stofn þorskfiska sé ekki einn heldur margir stofnar sem leiðir það eitt af sér að svæðisbundin fiskveiðistjórnun á hinum ýmsu svæðum er sú eina leið sem fær er til þess að veiða af einhverju viti úr slíkum stofnum, þar sem ástand þeirra kann að vera mismunandi eftir svæðum á landinu. Rannsóknir á áhrifum núverandi veiðarfæra á hafsbotninn eru litlar sem engar mér best vitanlega, en stórkostleg tæknivæðing við veiðar hefur átt sér stað hér á undanförnum áratugum sem aftur leiðir af sér meiri áhrif veiðarfæra á vistkerfið óhjákvæmilega. Samsetning skipastólsins með tilliti til magns botnveiðarfæra til jafns við vistvænar veiðar með línu og handfæri er atriði sem ekkert hefur verið rætt um á velli vísindanna heldur einungis hagsmunatogstreita millum stórútgerðar og smábátasjómanna sem heyrist um rætt, því miður . Hver ein einasta þjóð sem vill sig láta varða sitt nánasta umhverfi með tilliti til sjálfbærni vegur og metur sinn skipastól og samsetningu hans í þessu sambandi. Því til viðbótar er mat á þjóðhagslegri hagkvæmni þess að hver maður hafi atvinnu í sínu byggðarlagi þungt lóð á vogarskálar mats um hagkvæmni í þágu heildarinnar, sökum þess að flutningar fólks og ónýtt verðmæti eru fjármunir sem sóað er. Mat einhverra hagfræðinga á fiskveiðiráðgjöf sem eins og áður sagði hefur ekki staðist, tekur ekki tillit til marga þátta sjáanlega hvað heildarþjóðarhag varðar í víðu samhengi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband