Meðferðarstofnanir fyrir börn í fíkniefnavanda af hálfu hins opinbera.
Miðvikudagur, 27. júní 2007
Forvarnir og fræðsla er af hinu góða því skal til haga haldið en hins vegar er það afskaplega mikill ljóður á núverandi aðferðafræði yfirvalda til lausnar fíkniefnavandamálum að meðferðarúrræði eru ekki til staðar þegar þeirra er þörf og biðlistar sem jafnvel enda þannig að einhver er afgangs og fær ekki þjónustu sem lögum samkvæmt skyldi veita. Því til viðbótar er ekki fyrir hendi samstarf og samhæfing millum aðila sem starfa að málum hvað varðar barnavernd og úrræði í meðferð þ.e. einungis úrræði á vegum Barnaverndarstofu ( sem er ekki S.Á Á ) lýtur aðkomu barnaverndaryfirvalda til fulls. Úrræði barnaverndaryfirvalda eru hins vegar meðferðarheimili sem eru góð og gild en flest opnar stofnanir þar sem einstaklingur/barn getur ákveðið að hverfa á braut um leið og foreldri og fulltrúar yfirvalda hafa fundað og ákveðið meðferð með barni. Éinungis ein neyðarvistun er til staðar fyrir höfuðborgarsvæðið allt eins og það leggur sig þar sem börn eru vistuð tímabundið meðan framhaldsúrræði eru ákveðin. Ég leyfi mér að segja að sú hin sama stofnun sé ofnotuð þar sem sömu einstaklingar leggjast inn aftur og aftur vegna úrræðaleysis í framhaldsmeðferðum þar sem lokuð úrræði skortir. Það er grunnforsenda að samhæfa aðkomu allra að málum varðandi börn og úrræði eiga að vera fyrir hendi þegar þeirra er þörf og frekar laus pláss en hitt í stað biðlista eins og tíðkast hefur of lengi. Allt spurning um að taka á vandamálinu eða viðhalda því með kostnaðarsömum hætti áfram með aðkomu aðila sem heita foreldrar,lögregla, læknar , félagsráðgjafar , forstöðumenn stofnanna osfrv. hring eftir hring ár eftir ár.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.