Nauðsynlegur mannafli þarf að vera að störfum á sjúkrahúsum landsins.

Það gengur ekki deginum lengur að fólki sé boðið það að taka 16 tíma vaktir við störf á sjúkrahúsum er krefjast sérþekkingar. Það bara gengur ekki . Nákvæmlega sama hvort um er að ræða lækna, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Það kallar einfaldlega á önnur vandamál að hafa örþreytt fólk að störfum þar sem allrar athygli og einbeitingar er þörf. Það hlýtur að þurfa að fara að stokka upp mannahald á ríkisspítulum með tilliti til álagsaukningar og finna fjármuni til þess að kosta starfssemina ef sá þrándur skyldi vera þar í götu, líkt og verið hefur stundum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Góður pistill Guðrún.

Þetta má ekki vera svona og er okkur til skammar.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 26.6.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kalli.

Já þetta er til skammar það er alveg rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.6.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband