Allir á leið úr bænum á sama tíma.

Lenti í bílalestinni austur fyrir fjall í kvöld, datt helst í hug Þingvallahátíðin hér um árið. Hins vegar munaði þetta nú ekki miklu á ferðatímanum milli staða í heild, því um leið og tvíbreiðar akreinar á heiðinni komu til sögu dreifðist úr lestinni um leið, en stoppaði svo aftur austur í Hveragerði þar sem var lest upp Kamba. Einnig við Selfoss og nokkuð þétt umferð austur að Flúðaafleggjara. Ég var að silast við Rauðavatn um 8 leytið en komin hingað austur undir Fjöll fyrir klukkan 10. Stór hluti bíla á ferð voru bílar með annað hvort hjólhýsi, eða tjaldvagna og húsbílar. Það er hins vegar nokkuð ljóst að tvöföldun vegar austur yfir Hellisheiði er löngu , löngu tímabær. Jafnframt myndi það muna miklu ef hluti þessa umferðarmagns gæti farið um Suðurstrandarveg , umferð sem ekki er á leið í Grímsnesið til dæmis. Það er að ýmsu að hyggja í samgöngumálum á komandi tímum, það er nokkuð ljóst.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Við vorum á leiðinni austur í kvöld, en ég tafðist svo í Hafnarfirði.  Sá gamli er kominn heim og ég færði þeim gest frá Kanada sem er að fara í fuglaskoðun til Grænlands í sumar.

Ég var svo glöð yfir að sjá hann heima, eitthvað sem ég hafði ekki þorað að vona að gæti orðið ;) 

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.6.2007 kl. 00:52

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mikið gleðst ég með þér þar, sannarlega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2007 kl. 01:08

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk Gunna það er ótrúlegt hvað hægt er að gera fyrir fólk þegar vel tekst til.  

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.6.2007 kl. 01:23

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála með tvöföldun, löngu tímabært.

Georg Eiður Arnarson, 23.6.2007 kl. 17:54

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk Georg.

Já þú segir nokkuð Guðmundur.

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband