Hafa konur engan áhuga á sjávarútvegsmálum ?

Ósköp og skelfing sakna ég þess að sjá fleiri konur láta sig varða málefni íslensks sjávarútvegs. Við kvenfólkið þurfum ekki að einangrast eingöngu í umræðu um velferðarmál eða hvað ? Sjaldan sé ég kvenmenn koma í ræðustól á þingi þegar sjávarútvegsmál ber á góma, því fer svo fjarr,i svo erum við að kvarta yfir því að við höfum ekki náð jafnrétti, en er það ekki einmitt það að láta sig einnig varða þau svið sem karlar hafa hingað til verið einir á velli um, eða hvað ? Á þessu finnast vissulega undantekningar sem betur fer en í bili man ég nú ekki eftir neinni konu til að nefna með nafni í þessu efni reyndar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já það hafa ekki allar konur sótt gull í fang Ægirs, en öll þjóðin hefur lifað af sjávarfangi í gegnum aldirnar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2007 kl. 02:10

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Ester , þú þekkir það hins vegar að vera sjómaður á sjó, og ef til vill þess vegna ein af fáum konum með skoðanir á þessum málum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.6.2007 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband