Sýndarmennska í Hafnarfirði á þjóðhátíðardaginn ?

Aldrei þessu vant var ég ekki á Víðistaðatúninu við hátíðarhöldin 17 ´júni þetta árið, þannig að ég missti af því að hlýða á fjallkonuna fara með ljóðið meðal annars. Það hringdi maður inn á Bylgjuna í Reykjavík síðdegis að kvarta yfir því að fjallkonan hefði ekki talað íslensku hér í Hafnarfirði og voru þáttastjórnendur með viðtal við forsvarsmann bæjaryfirvalda af því tilefni, þar sem spurt varð um hvort hér hefði verið á ferð einhver sýndarmennska af hálfu bæjaryfirvalda. Svörin voru á þann veg að viðkomandi aðili endurspeglaði samfélagið og því fullkomlega eðlilegt að fullkomin tök á íslensku væru ekki fyrir hendi.

Ég er ekki sammála því atriði að rétt sé og eðlilegt að fólk sem ekki hefur náð tökum á íslensku máli , enn sem komið er sé valið umfram fólk sem hefur tök á málinu því það er auðveld aðferð til þess að tapa vorri þjóðtungu, algjörlega burtséð frá því hvaðan fólk kemur. Til hvers erum við þá að leggja ofuráherslu á að kenna innflytjendum tungumál okkar ef áherslan birtist ekki hvarvetna af hálfu yfirvalda ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband