Forvarnir á sviði heilbrigðismála.

Að stemma stigu við hvers konar vanda hvað varðar heilsufar er gott og gilt markmið enda kostar það fjármuni að takast á við tilkomin vandamál. Forvarnir í formi fræðslu ýmis konar til ungmenna gegnum skólakerfið og til almennings í átökum ýmsum skilar sér vissulega og þarf að vera stöðugt viðfangsefni. Heilbrigðiskerfið sjálft þarf hins vegar að innihalda ákveðna tegund forvarna, varðandi skipulag og aðgengi almennings að læknum og heilbrigðisþjónustu. Bráðasjúkrahús eiga að sinna bráðveikum sjúklingum og hafa til þess nægilegan mannafla að störfum sem og legupláss til þess arna, þannig að ekki þurfi að útskrifa sjúklinga of fljótt sem oftar en ekki skilar sér einungis í endurinnlögnum. Heimilislæknar þurfa að vera nægilega margir í landinu til þess að þjóna grunnþörfum landsmanna um heilbrigði á hverjum tíma. Aðgengi almennings að grunnþjónustunni má kostnaður við leitan aldrei hefta, slíkt þarf að tryggja. Starfssemi sérfræðinga á einkastofum er sjálfsögð að því gefnu að þörfin sé fyrir hendi fyrir kerfið í heild, en bein leitan almennings að vild á stofur sérfræðilækna án viðkomu í grunnþjónustu er atriði sem stjórnvöld á hverjum tíma hljóta að þurfa að skoða með tilliti til heildarútgjalda til heilbrigðismála og einkastofa sem hluta af heilbrigðiskerfi okkar undir sömu formerkjum og verið hefur.

Lyfjaaustur og kostnaður úr hófi gengin.

Lyflækningar eru góðar og gildar þegar þeirra er þörf, en jafn ónauðsynlegar þegar forsendur er ekki að finna fyrir pilluátinu nema tilraunir til bóta á einhverju sem ekki er ef til vill vitað hvað er. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta er staðreynd hér á landi sem annars staðar og sem aldrei fyrr ástæða til þess að gera tilraun til þess að setja af stað forvarnarátak innan heilbrigðiskerfisins til handa læknum varðandi nauðsyn þess að halda pilluútskrift hvers konar í hófi. Þrýstingur lyfjafyrirtækja á lækna til þess að prófa og taka þátt í tilraunum með lyf við sjúkdómum er til staðar á Íslandi eins og annars staðar í heiminum. Sökum þess er það mjög mikilvægt að starfsmenn hins opinbera geti verið með öllu óháðir slíku áreiti. Hið opinbera þarf því að tryggja læknum er starfa á bráðasjúkrahúsum og í kerfinu, nægilegt ferðafé til þess að kynna sér þróun mála erlendis á hverjum tíma, á ráðstefnur, sama á við um aðrar heilbrigðisstéttir.

Endurtekin rannsókn á sama sjúklingi, kostar stórfé.

Meðan að heilbrigðiskerfið er þannig úr garði gert að sérfræðingur á einkastofu sendir heimilislækni sjúklings ekki upplýsingar um rannsóknir sem hafa farið fram varðandi viðkomandi sjúkling, þá sendir heimilislæknir hann ef til vill aftur í sömu rannsóknir innan kerfisins. Þar er verið að endurtaka það sem þá og þegar hefur verið gert, og skilar sér ekki vegna boðskiptaleysis innan kerfisins, því það verður ekki lagt á sjúklinginn að bera þessar upplýsingar á milli sem fagaðila. Það skiptir engu máli hvar aðkoma sjúklings er , upplýsingar um rannsóknir og sjúkdóma eiga að vera til staðar við leitan þess hins sama í kerfið áður , alls staðar, þar sem áframhaldandi viðkoma er fyrir hendi. Þetta er spurning um skilvirkni og samhæfingu sem þarf að virka alltaf alls staðar. Mikilvægi þess að rannsóknir á undirliggjandi vanda séu til staðar eru hins vegar grundvallaratriði sjúkdómsgreiningar lækna á undirliggjandi sjúkdómi hugsanlegum er hrjáir sjúkling og forðar tilraunum með lyf til lækninga sem ef til vill leysa ekki vandann. Ég óska nýjum heilbrigðisráðherra velfarnaðar í starfi og vona að hann lesi þessi orð mín sem upplýsingu um það sem til bóta má fara, innan kerfis heilbrigðis hér á landi.

Virðingarfyllst.

Guðrún María Óskarsdóttir.

höfundur situr í stjórn Samtakanna Lífsvog.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband