" Þá verður vor móðir og fóstra frjáls er fjöldinn í þjóðinni, nýtur síns sjálfs.."

" er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast, í samhuga fylgi þess almenna máls. " sagði skáldið Einar Benediktsson um síðustu aldamót í ljóði sínu Aldamót. Þetta ljóð Einars er mitt uppáhald og ég les gjarnan gegnum línurnar það sem ég tel af hans hálfu speki og framsýni hvað margt varðar og ég tel eiga vel við á kvenréttindadaginn 19 júni. Hvernig skyldi staðan vera hjá okkur núna hvað varðar það atrið að  " fjöldinn í þjóðinni , njóti síns sjálfs " ? Ég efa það mjög að vort skipulag geri það að verkum að almennan jöfnuð sé að finna í þjóðfélagi nýfrjálshyggju með tiltölulega nýfæddum hlutabréfamarkaði í 300 þúsund manna þjóðfélagi, þar sem að örfáir hafa með höndum heimildir til að veiða fisk á Íslandsmiðum, örfáir standa í matvörubissness og enn færri í fjölmiðlarekstri , nema hvoru tveggja sé og olíufélög hafa orðið uppvís um samráð til þess að græða sem mest. Hið opinbera sparar og sparar og sparar svo mjög að illa eða ekki gengur að fá konur sem þræla á hinn opinbera vinnumarkað lengur í fulla þrælavinnu. Það skyldi þó aldrei þurfa að huga að heildarsamfélagsgerðinni í víðu samhengi til þess að sjá ástæður hins meinta misréttis kynja á vinnumarkaði ? Ég tel að sú skoðun sé nauðsynleg í þessu tilliti.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband