Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa varað reglulega við afleiðingum núverandi kvótakerfis.

Frjálslyndi flokkurinn hefur á Alþingi varað reglulega við afleiðingum núverandi kvótakerfis í sjávarútvegi á byggðir og fiskistofna við þá aðferðafræði sem verið hefur við lýði ? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn ekki lagt betur eyrun við í öðrum flokkum en raun ber vitni ? Allt fram til þessa dags hafa menn í öðrum stjórnmálaflokkum lítið sem ekki neitt haft til málanna að leggja þegar umræða um kvótakerfi sjávarútvegs hefur borið á góma, því miður. Annað en það að kerfið sé fínt og flott og hagkvæmt, ellegar ekkert athugavert við það. Nú bregður svo við að sjálfur Forseti Alþingis flytur ræðu á sínum heimaslóðum þess efnis að uppbygging þorskstofnsins hafi mistekist, eftir að rannsóknarstofnun stjórnvalda hefur lagt til niðurskurð á veiðiheimildum sem skerðir tekjur þjóðarbúsins á komandi misserum ef verður farið eftir. Það þurfti sjónvarpsmyndir til þess að brottkast væri litið augum á Íslandsmiðum og 5% meðafli leyfður í kjölfarið. Nú nýlega hefur komið fram í sjónvarpi þáttur um svindl og brask sem viðgengst og verið hefur á allra vitorði í langan tíma, en lítið gerst í kjölfarið. Framsalsvitleysan hitti Flateyri fyrir og kom við í Vestmannaeyjum nýlega, þar sem menn vopnuðust. Ég held að tími sé kominn til þess að fara að hlusta á Frjálslynda flokkinn hvað varðar fiskveiðistjórn við Ísland.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband