Fiskveiðikerfi Íslendinga þarfnast skoðunar við.
Laugardagur, 29. júlí 2006
Það er nokkuð ljóst að ekki hefur tekist að byggja upp þorskstofninn hér við land eins og markmið þess kerfis sem nú er við lýði stóð til. Jafnfram er óvissa um aðrar tegundir svo sem loðnuna. Rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar eru allsendis ekki nægilegar og ef til vill ekki við öðru að búast því nægilegt fjármagn hefur ekki verið fyrir hendi ár eftir ár.
Það er mjög sorglegt til að vita að við Íslendingar sem ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi vitum virkilega ekki hver staða fiskistofna og lífríkis er sökum þess að við höfum ekki lagt fjármuni í að kosta almennilegar rannsóknir. Algjörlega burtséð frá ýmsum innibyggðum ágöllum núverandi fiskveiðikerfis þá er forsendan sú að við eigum og viðhöldum fiskistofnum við landið með hóflegum veiðum og umgengni um lífríki sjávar þess eðlis að taka ekki meira af því í einu en efni standa til.
Það er því ekki nóg að ræða um náttúruvernd einungis á þurru landi því náttúran er einnig að verki á hafsbotni sjávar sem matarforðabúr þjóða heims fyrr og síðar.
Íbúar á fjölmennustu svæðum á Reykjanesskaganum hafa orðið varir við stórkostlega ágengni máva í ætisleit inni í landi svo til vandræða horfir og æti fuglanna sandsílið er greinilega í mun minna magni en venjulega. Niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar hafa verið birtar og þar kemur fram að hrygning hafi mistekist en ekki er velt upp spurningum þess efnis hvers vegna svo sé.
Hver er ástæðan eru það veiðar á öðrum tegundum fiskjar og ef til vill veiðarfærin sem notum eru ?
Það þurfum við að fá að vita.
kv.
gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.