Frelsi og sjálfstæði er ekki sjálfgefið fyrir eina þjóð.

Sem aldrei fyrr þurfum við Íslendingar að vanda okkur í málum öllum varðandi það atriði að hafa vald um eigin ákvarðanatöku í okkar höndum. Varðar það ekki hvað síst yfirráð yfir eigin auðlindum til lands og sjávar. Valdi og yfirráðum fylgir hins vegar ábyrgð, og við munum þurfa að axla þá ábyrgð að standa sem þjóð á meðal þjóða, varðandi það atriði að nýta okkar náttúruauðlindir skynsamlega með vitund fyrir komandi kynslóðum jafnt sem þeim er nú byggja landið. Fiskimiðin kring um landið eru ein auðlind þjóðarinnar og sú auðlind sem áskapað hefur Íslendingum hornstein sjálfstæðis sem fullvalda þjóð, efnahagslega. Við verðum að vita hvert við stefnum með uppbyggingu fiskistofna, og kerfi sem til staðar er í fiskveiðum hér við land, annað er óásættanlegt. Við eigum að líta augum reynslu annarra og vega og meta vorar aðferðir í ljósi þess. Við megum aldrei láta skammtímasjónarmið gróðahyggju einkenna aðferðir í umgengni við lífríkið kring um Ísland.

Aldrei.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband