Í sveitasæluna, undir Fjöllunum.

Fyrsti dagur í smá sumarfríi og auðvitað fór maður í sveitina sína austur undir fjöll að næra andann og endurnýja orkuna eftir að hafa komist gegnum umferðaröngþveitið út úr bænum. Tilvalið að halda þjóðhátíðardaginn í faðmi náttúrunnar með fjöllin og hafið til hálfs allt í kring. Hundurinn hoppaði hæð sína í loft upp og fagnaði gesti í hlað og kötturinn viðraði sig einnig til viðtals líkt og venjulega. Fuglasöngurinn yfirgnæfir hljóð frá bílaumferð um Suðurlandsveginn, alveg undursamleg upplifun og einstaklega nærandi fyrir sálina. Ætla að gá í myndaalbúmið hvort ég á einhverjar myndir til að setja inn.RIMG0001.JPG

Jökullinn blessaður í miðnæturskýjum, tekið síðasta sumar.

 Þarf að fara að muna eftir að taka myndir sem ætti svo sem að vera hægt með nútíma tæknivæðingu.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband