Vantar virkilega mjólkurframleiðendur til að anna útflutningi ?

Aldrei þessu vant leit ég ekki augum dagblöð fyrr en seinni hluta dags og þá blasir þar við fyrirsögn á síðum Fbl að verslanakeðja í Bandaríkjunum Whole Foods Market vilji kaupa alla þá framleiðslu sem mögulegt er að kaupa frá okkur Íslendingum í formi mjólkurvara þar sem skyr hafi slegið í gegn sem söluvara.

Séu þetta ekki góðar fréttir fyrir íslenzkan landbúnað þá veit ég ekki hvað góðar fréttir eru og hugsanlega innspýting í annars bágborið efnahagsástand hér landi nú um stundir.

Hins vegar er það spurning hversu vel geta bændur brugðist við þessum aðstæðum og hve fljótt sem og hverjar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda og samtaka bænda munu verða en það er ljóst að hægt er að fjölga kúabúum í landinu hvað varðar nýtingu landgæða til þess hins arna.

kv.

gmaria. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband