Óveiddur fiskur sem ekki má veiða, verðlaust veð í bönkum ?

Hinn stórkostlega furðulega ráðstöfun fjármálastofnana hér á landi að taka kvóta, þ.e. óveiddan fisk gilt sem veð, hlýtur nú að vera í uppnámi, varðandi það atriði að vísindastofnun fiskveiða sem til staðar er leggur til mun minni veiðar úr hafi sem aldrei fyrr. Gátu menn ekki séð þetta atriði fyrir eða hvað ? Voru óvissuþættir ekki reiknaðir inn í dæmið ? ER það kanski " hagræðing " að þorskstofn minnki og veð rýrni ?

Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Minni veiðar þýða þetta:  Meiri eftirspurn eftir kvóta til kaups, meiri eftirspurn eftir kvóta til leigu sem hvorutveggja hækkar í verði.  Olnbogarými smærri útgerða minnkar og hvatinn til að selja eykst.  Einungis stærstu útgerðirnar hafa bolmagnið og sölsa undir sig enn meira af heildarmagninu.  Arðsemiskrafa bankanna eykst svo og þrýstingur á stjórnvöld varðandi eignaréttinn mun aukast, allt í nafni hagræðingar.   Samantekið er auðlind hafsins að ganga þjóðinnin úr greipum.    

Lýður Árnason, 14.6.2007 kl. 03:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Lýður og Hanna Birna.

Því fleiri dagar sem líða í aðgerðaleysi stjórnvalda því meiri verður skömmin.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.6.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Bankarnir hljóta að missa spón úr aski sínum við þetta.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.6.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ester, verða ekki smíðaðir stærri askar, þ.e. hækkun þjónustugjalda og vaxta ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.6.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband