Skattkerfið er galeiðuþrældómur láglaunamannsins.

Það atriði að frysta skattleysismörk við ákveðna upphæð á sama tíma og  allt annað er vísítölutengt verðlagsþróun er arðrán til handa verkafólki sem lægst hefur launin og ber þyngstar byrðar af skattöku sem hafist hefur við fátæktarmörk allt til áramótanna síðustu er upphæð skattleysis var loks hækkuð í 90. þúsund úr tæpum 70. Tekjutengingaþáttur skattkerfisins ekki hvað síst varðandi bætur almannatrygginga er orðinn að svo stóru fjalli að enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Hið opinbera hefur verið að færa krónur úr vinstri vasanum yfir í þann hægri með tilheyrandi tilkostnaði sem aldrei skyldi hafa komið til sögu að mínu viti. Einn kjánalegasti þátturinn er refsing millum hjóna er gengið hafa í heilagt hjónaband og annað þarf að taka bætur almannatrygginga, en hitt ekki . Því til viðbótar er ofurskattaka á lág laun hlutur sem áskapar svart vinnuumhverfi þar sem menn fara framhjá skattkerfinu sem aftur þjónar þjóðfélaginu lítils. Það er og hlýtur á hverjum tíma að vera krafa að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun í viðkomandi þjóðfélagi, annað er út í hött.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband