Heilbrigðiskerfið er einnig gallað.

Um tíma voru sjúklingar sem lentu í mistökum í kerfinu hér á landi á einkastofum algjörlega réttindalausir og ótryggðir. Það breyttist loks við tilkomu nýrra sjúklingatryggingalaga sem tóku gildi 2001. Það var Ríkisendurskoðun sem komst að þessu við skoðun mála skjólstæðinga Tryggingastofnunar sem höfðu haft frammi gagnrýni í ræðu og riti sem leiddi til þess að þáverandi ráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun skoðaði málefni TR.  Þetta er eitt atriði en þau eru fleiri sem skoða má innan heilbrigðiskerfisins, svo sem stórkostlega aukningu þjónustugjalda sem orðið hefur til síðari ár og skorti á kostnaðarþáttöku hins opinbera á ákveðnum sviðum heilbrigði einnig, svo sem þáttöku í tannviðgerðum með samningsleysi við tannlækna þar um. Almennt hefur skort á kjark og þor stjórnmálamanna til þess að láta sig varða hin ýmsu svið heilbrigðismálanna og ef til vill er þar um að kenna að enginn læknir á setu á Alþingi lengur, sem er slæmt. Skortur á áherslu á að uppfylla grunnþjónustuþætti svo sem heilsugæslu og heimaþjónustu á fjölmennustu svæðum, hefur verið á kostnað niðurgreiðslu nær óhefts aðgengis í sérfræðiþjónustu, að helst sjá má. Þar skerum við okkur úr miðað við aðrar þjóðir og því þarf að breyta því aðgengi að grunnþjónustu er forvörn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband