Kvótakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar eru meingölluð.

Það er ekki allt fengið með nógu stórum tólum og tækjum, og samþjöppun framleiðslu undir formerkjum framleiðni. Tól og tæki kosta fjármuni og vega þarf og meta hver áhersla er á það atriði til framtíðar litið ,hvort fleiri menn að störfum í einu þjóðfélagi við atvinnugreinar svo sem sjávarútveg og landbúnað kann hugsanlega að vera þjóðhagslega verðmætara en einhliða áhorf á gengdarlausa tæknivæðingu einungis. Sjálf lagði ég til fyrir löngu löngu síðan að kerfum sjávarútvegs og landbúnaðar væri skipt í tvennt , þar sem hluti framleiðslu færi í farveg sem mestrar sjálfbærni og umhverfisvitundarsjónarmiða þar af leiðandi. Þar hefði mátt leiða nýlíðun á nýja vegu . Kerfin eins og þau eru í dag eru lokuð kerfi þar sem nýliðun er nær ómöguleg vegna fjárfestinga sem eru mönnum ofviða í formi kvóta, og tækja og tóla í landbúnaði. Það skortir ekki þekkingu hér á landi til þess að færa vitund um umhverfismál inn í atvinnugreinarnar báðar, en það skortir ákvarðanatöku stjórnmálamanna um endurskoðun kerfa sem eru barn síns tíma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband