Mávur og þorskur, ofurseldir kvótakerfinu ?

Mávurinn er nýbúi hér á höfuðborgarsvæðinu og í stað þess að maður vakni við tjald og lóukvak þá vaknar maður við mávagarg sem er nýlunda, því mávurinn yfirgnæfir hina. Fremur óvenjulegt en hefur síaukist undanfarin ár, enda fuglinn í leit að fæðu sem ekki fyrirfinnst að virðist. Orsökin ? Ef til vill kvótakerfi sjávarútvegs og dragnótaveiðar innan 50 mílna sem hrakið hafa sandsílið af sínum slóðum og raskað lífkeðjunni. Þorskurinn virðist í sömu stöðu og mávurinn hvað fæðuframboð varðar  í hafinu en á þurru landi hafa menn ákveðið að drepa svanga máva en friða svangan þorsk í hafinu. Með öðrum orðum aðferðir mannsins eru ólíkar í þessu efni eftir því hvort um er að ræða fugl eða fisk.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband