Ánægjuleg ferð um Suðurnes í gær.

Við fórum sumarferð í Félagi kvenna í Frjálslynda flokknum og heimsóttum Suðurnes í gær í yndislegu veðri. Afskaplega fróðlegt og ánægjulegt í alla staði. Mjög gaman var að ganga yfir Brúna milli heimsálfa sem er greinilega vinsæll ferðamannastaður sem og að sjá nýtingu jarðvarmans á svæðinu öllu. Við nutum leiðsagnar Grétars Mars Jónssonar um svæðið en enduðum ferðina á veislu í Vitanum í Sandgerði þar sem þingflokkurinn allur og forystumenn flokksins voru mættir meðal annars framkvæmdastjórinn með harmonikkuna, sem hélt uppi stemmingu í fjöldasöng. Frábær ferð, frábærar konur og kærar þakkir fyrir gestrisnina Suðurnesjamenn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk fyrir boðið, sérstakt að ég skildi hafa tíma til að komast með ykkur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 11.6.2007 kl. 01:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er satt he he, en afskaplega gaman að fá þig með.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.6.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband