Alþingismenn hafa sofið á verðinum, varðandi annmarka kvótakerfisins.

Það er með ólikindum að hið háa Alþingi skuli ekki hafa tekist á við annmarka kvótakerfis sjávarútvegs sem reglulega hafa komið upp nær allan tilvistartíma þessa kerfis. Þrátt fyrir það atriði að tilgangur og meginmarkmið laganna um fiskveiðistjórn HAFI EKKI , gengið eftir , hvað varðar uppbyggingu þorksstofnsins, og atvinnu í byggðum landsins. Allt síðasta kjörtímabil hafa frá árinu 2003 til ársins 2007 var það nær einungis Frjálslyndi flokkurinn sem ræddi um þetta kerfi svo tekið væri eftir inni á þingi og utan þess, aðrir stjórnmálaflokkar töldu sig lítt eða ekki þurfa að ræða þetta mál, þótt hér sé um stóran hluta þjóðarhags að ræða. Er ástæðan sú að allir aðrir flokkar en Frjálslyndi flokkurinn tóku þátt í gerð fiskveiðistjórnunarlaganna um kvótakerfið á þingi á sínum tíma, eða hvað veldur því vitundarleysi sem til staðar hefur verið ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband