Gallar kvótakerfisins 5.

Nýliðun á sér ekki stað í þessum atvinnuvegi sökum þess að upphæðir fjárfestinga til þess að komast inn í kerfið eru nær ómögulegar , hvað varðar tól og tæki ásamt kvóta til veiða. Frelsi einyrkja til þess að stunda fiskveiðar við Ísland, hefur því verulega verið skert, og einyrkjar með kvóta á leigu , lifa illa eða ekki á atvinnu sem slíkri undir þeim formerkjum kerfisins. Stjórnvöld hafa enn sem komið er daufheyrst við því að gefa frelsi til veiða við landið til handa trillum með handfæri sem aldrei munu skekkja eða ógna stærð fiskistofna að settum ákveðnum skilyrðum þar að lútandi, hvað varðar stærð báta, vélarafl, og þar af leiðandi sóknargetu. Veiðar með handfæri eru umhverfisvænar og aukinn hlutur þeirra sem hluta af kerfi okkar kann að þýða framfaraskref fyrir mögulega umræðu um sjálfbærni fiskveiðistjórnar við Ísland.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband